top of page

Námskeiðin

Draumar og drekar

Fjámál

Mindfulness

_T2A6860 copy_edited.jpg

Að þekkja drauma sína og vinna í átt að þeim.

Að breyta innri ótta í styrk.

Á þessari síðu eru námskeið sem vinna að bættu lífi og líðan. Draumar og drekar og fjármálanámskeið eru netnámskeið þar sem þú ferð í gegnum efnið í öryggi heimilis þíns og á þeim tíma sem hentar þér. Mindfulness námskeið er kennt live í gegnum zoom.

Vilt þú ...

Draumar og drekar

​Draumar og drekar er 5 vikna námskeið þar sem þú skoðar hvað það er raunverulega sem þú vilt fyrir sjálfan þig út frá þínum eigin þörfum og óskum. Þú lærir að byrja að skoða það þangað til það er orðið alveg á hreinu og þá getur þú byrjað skref fyrir skref að setja það inn í líf þitt. En ekki er nóg að skoða aðeins óskir og drauma heldur er jafn mikilvægt að skoða innri ótta og eigin hugsanir og orð sem hafa gífuleg áhrif á líf og líðan. Þú tekur drekapróf og kynnist hvernig drekinn/drekarnir hafa haft hamlandi áhrif á þig og líf þitt, með það að markmiði að taka af þeim stjórnina og breyta hamlandi áhrifum hans í persónulegan styrk.

 

Vertu velkomin á Drauma og dreka.

_T2A6929 copy.jpg

Katrín Ósk

Fjármálaráðgjafi, mindfullness kennari og fleira.

Draumar og drekar er námskeið sem ég samdi og hef kennt inni í endurhæfingu frá árinu 2009. Draumar og drekar námskeið þar sem fólk lærir að taka þátt í sköpun lífs síns út frá draumum sínum. Við vinnum með innri ótta og eigin trú á möguleikum.

Ég sinni fjármálaráðgjöf þar sem áherslan er á að hjálpa fólki úr skuldavanda og ná yfirsýn. Síðustu ár hef ég kennt fjármálanámskeiðið Úr skuldum í jafnvægi inni í starfsendurhæfingu, fyrir Virk, sveitafélög og Hjálparstofnun Kirkjunnar ásamt því að veita ráðgjöf með fjármál, og hjálpa fólki að öðlast sjálfstraust í fjármálum. Árið 2022 stofnuðum við Garðar Björgvinsson (pabbi) Fjármálaskóla LTV. https://ltv.is/radgjafaskolinn-2/ . Fyrstu nemendur okkar Fjármálaskóla LTV voru félagsráðgjafar sem starfa í endurhæfgarúrræðum. 

 

Ég byrjaði í framhaldsnámi í Háskólanum í Danmörku árið 2018 Við Dansk center of Mindfulenss. Í dag er ég menntaður MBSR kennari þar sem við notum hugleiðsluaðferðir sem meðferðarúrræði gegn streitu og öðrum andlegum kvillum. 

DrekarnirSjö-kata.JPG

Leiðin að innri ró byrjar á innri vinnu. Byrjaðu þína vegferð í dag.

bottom of page