top of page
kataogdreki.jpeg

Draumar og drekar

Draumar og drekar er 5 vikna námskeið þar sem þú skoðar hvað það er raunverulega sem þú vilt fyrir sjálfan þig út frá þínum eigin þörfum og óskum. Þú lærir að byrja að skoða það þangað til það er orðið alveg á hreinu og þá getur þú byrjað skref fyrir skref að setja það inn í líf þitt.

 

En ekki er nóg að skoða aðeins óskir og drauma heldur er jafn mikilvægt að skoða innri ótta og eigin hugsanir og orð sem hafa gífuleg áhrif á líf og líðan.

 

Þú tekur drekapróf og kynnist hvernig drekinn/drekarnir hafa haft hamlandi áhrif á þig og líf þitt, með það að markmiði að taka af þeim stjórnina og breyta hamlandi áhrifum hans í persónulegan styrk.

Verð 24.900 kr. 

Ég mæli svo með að athuga með fræðslustyrk hjá þínu stéttarfélagi.

Vilt þú ...

d&d-mappa-mynd.JPG

Draumar

Fyrsta skrefið í að skapa sér líf sem veitir fullnægju og gleði er að verða skýr í hugsun um hvernig þú vilt hafa það. Ekki er hægt að vita aðeins hvað maður vill ekki, því ómögulegt er að hafa athygli á því í von um að lífið verði betra.


Það þarf hugrekki til að leyfa sér að finna hvernig lífi maður vill lifa. Hvað maður vill vera, gera eiga og hafa. Það er algjörlega nauðsynlegt að skoða óskir sínar, þarfir og drauma svo hægt sé að kalla það fram í lífinu og færa sig nær því.


 Fyrsta skrefið er að vita hvað þú vilt!

  • Byrjum að skrifa drauma,

  • Skrifa fyrst í belg og biðu, leyfa öllum hugsunum að koma fram.

  • Gera þetta aftur og aftur og aftur, þar til hugsun þín um hvað þú vilt er orðin skýr.

  • Gæti verið óljóst í byrjun, en með því að gera verkefnið aftur og aftur er líklegt að sömu atriði komi fram aftur og aftur. 
     

Því meira sem þú þekkir drauma þína, þeim mun líklegra að þú færir þá í orð og framkvæmir svo í átt að því að láta þá rætast.

Mindfulness

Hugsun

Brainstorming

Orð, töluð eða skrifuð

Travel by train

Framkvæmd, Niðurstaða sem birtist í raunveruleika þínum

Drekar

Drekarnir eru birtingarmynd innri ótta sem hefur verið sett í sjö mismunandi form og eru hér kallaðir drekar. Birtingarformin eru ólík og grunnurinn í drekunum mismunandi.


Það er ótti innra með hverri manneskju en í mismiklum mæli. Þessi ótti birtist t.d. í líðan, hugsun, hegðun, tali og trú á eigin möguleikum.
 
Óttinn hefur myndast frá aðstæðum og upplifunum í æsku og út frá fyrri reynslu í lífinu. Hugurinn er skilyrtur af fortíðinni, leitast ævinlega við að endurtaka og endurskapa það sem hann þekkir, bara ef það er kunnuglegt. Honum stendur ógn af hinu óþekkta, á því hefur hann ekki stjórn.
 
Áherslan í þessari vinnu er á að læra að þekkja hvernig drekarnir birtast og hindra persónulegan vöxt og hvernig er hægt að vinna með þá og breyta þeim til að öðlast þroska, skilning og mæta eigin möguleikum.
 
Engin manneskja er dreki, heldur eru þetta óttaviðbrögð sem eru hamlandi í lífi þegar óttinn nær stjórn. Hægt er að vinna með óttann og taka stjórnina af drekanum og þá verður orkan, kraftur þinn og styrkur. 

Jósé Stevens. (1994). Transforming your Dragons: Turning Personality Fear Patterns into Personal Power.

DrekarnirSjö-kata.JPG

TÍMI 1

Lærir að finna hvað það er sem þú vilt í lífi þínu. Skrifar drauma.

TÍMI 2

Drekafræðin kynnt. Tekur Drekapróf og Drekarnir sjö kynntir.

TÍMI 3

Byrjar að vinna úr óttanum og að breyta honum í persónulegan styrk.

TÍMI 4

Skoðar innri hugsanir, tal og hegðun og byrjar að vinna með það.

TÍMI 5

Alsterkustu vopnin gegn Drekunum.

bottom of page