top of page

Katrín Ósk

Fjármálaráðgjafi, mindfullness kennari og fleira.

Draumar og drekar

Draumar og drekar er námskeið sem ég samdi og hef kennt inni í endurhæfingu frá árinu 2009. Draumar og drekar  námskeið þar sem fólk lærir að taka þátt í sköpun lífs síns út frá draumum sínum. Þar er unnið með innri ótta sem á námskeiðinu eru kallaðir drekar, drekar sem hafa hamlandi áhrif á líf á líðan og hafa áhrif á trú mannsins á möguleikum sínum í lífinu.

​Úr skuldum í jafnvægi

Síðustu ár hef ég kennt fjármálanámskeiðið Úr skuldum í jafnvægi inni í starfsendurhæfingu, fyrir Virk, sveitafélög og Hjálparstofnun Kirkjunnar ásamt því að veita ráðgjöf með fjármál, og hjálpa fólki að öðlast sjálfstraust í fjármálum.

Fjármálaskóli LTV

Árið 2022 stofnuðum við Garðar Björgvinsson (pabbi) Fjármálaskóla LTV. https://ltv.is/radgjafaskolinn-2/ . Fyrstu nemendur okkar Fjámálaskóla LTV eru félagsráðgjafar sem starfa í endurhæfgarúrræðum víðsvegar um landið og er ósk okkar er að margir munu læra veita fjármálaráðgjöf sem gefur styrk, sjálfstraust og að þar séu menntaðir ráðgjafar sem geti greint vanda og þekkt leiðir til að hjálpa fólki úr skuldavanda, þar sem manneskjan fær yfirsýn og skilning á stöðu sinni og hvað skal gera til að halda í átt að bættri fjárhagsstöðu.

 

Mindfulness - MBSR

Ég byrjaði í framhaldsnámi í Háskólanum í Danmörku árið 2018 Við Dansk center of Mindfulenss. Í dag er ég menntaður MBSR kennari þar sem við notum hugleiðsluaðferðir sem meðferðarúrræði gegn streitu og öðrum andlegum kvillum.

 

Grunnskólakennari og ferðamálafræði.

Ég lauk diplomanámi í ferðamálafræði við Ferðamálaskólann í Kópavogi árið 2003. Þegar því var lokið var leiðinni haldið í Kennaraháskólann (KHÍ) og lauk ég B.ed. prófi þaðan árið 2008 en þar lagði ég mestu áherslu á lífsleikni, leiklist í kennslu og samfélagsfræði.

_T2A6929 copy.jpg
bottom of page