top of page
Bouquet of Daisies

Núvitund og Heilsa / MBSR

334913053_221813527196012_3051210562654483093_n.jpg

MBSR er 8 vikna námskeið þar sem öflug þjálfun í mindfulness er notuð til að bæta heilsu, lífsgæði og lífsgleði hjá heilbrigðum og veikum einstaklingum, ásamt því að fyrirbyggja og draga úr einkennum streitu, þunglyndis og kvíða.

Nýtt námskeið

  • Hægt er að þjálfa andlega líðan með tækni MBSR.

  • Hægt er að þjálfa andlega líðan líkt og hægt er að þjálfa líkamann sjálfan.

Af hverju MBSR?

  • MBSR stendur fyrir– mindfulness based stress reduction (mindfulenssmiðuð aðferð gegn streitu).

  • MBSR námskeiðið er eitt mest vísindalega rannsakaða mindfulnessnámskeið í heiminum. Það er samið og þróað af Dr. Jon Kabat-Zinn, University Massachusetts.

Nánari upplýsingar

Fyrir hverja er námskeið Núvitundar og heilsu / MBSR?
Allir geta notið góðs af MBSR námskeiðinu sem hafa áhuga, forvitni og löngun til að læra að nota mindfulenss til að bæta lífsgæði og mæta verkefnum lífsins á kærleiksríkan hátt.

 

Skráning á MBSR námskeið hér neðst en einnig er hægt að skrá sig á frían kynningarfund.

Tími:
Námskeiðið er 8 vikur og er kennt í gegnum Zoom - live online.

Kennt er einu sinni í viku 2,5 klst. í senn. Reikna má með 40 – 60 mínútna heimavinnu á dag sex daga vikunnar.

Þar að auki er einn heill dagur sem kallaður er retreat dagur og fer að mestu leyti fram í þögn. Oftast í viku 6 eða 7.

Námskeiðin eru kennd á netinu

  • Næsta námskeið verður 19. okt - 7. des, kennt á fimmtudögum milli klukkan 17.00-19.30. Retreat dagurinn verður 25. nóvember.

Verð: 72.000 krónur.

Þú gætir fengið niðurgreitt með fræðslustyrk.

Smelltu hér til að skoða nánar.

 

Tilboðsverð af námskeiði sem hefst 19. okt 2023: 36.000 krónur. 

 

Kennslan:
Kennslan fer fram í litlum hópum og er blanda af hópavinnu, hugleiðslu og yoga. 

 

Mælt er með að vera í þægilegum fötum og ekki vera ný búin að borða. Mikilvægt er að mæta í alla tíma til að fá sem mest út úr námskeiðinu.

Kennarar:
Katrín Ósk Garðarsdóttir 
Rakel Ström

Rakel Ström er menntaður hjúkrunarfræðingur og lauk framhaldsmenntun í mindfullness/MBSR frá háskóla í Danmörku. Hún er búsett í Kaupmannahöfn og kennir námskeiðið ásamt Katrínu.

  • Instagram
  • Facebook
IMG_5859.jpg
bottom of page