top of page
Stacks of Coins

Úr skuldum í jafnvægi

Um er að ræða 5 vikna online námskeið en hvern mánudag opnast nýir fyrirlestrar til að hlusta á og nýtt heimaverkefni til að vinna.

Námskeiðið er sniðið að fólki sem vill komast út úr fjármálavanda og/eða ná betra jafnvægi. Við vitum hve erfitt það er að vera í fjármálavanda og skiljum tilfinningarnar sem vakna í þeirri stöðu. Flestir fyllast kvíða, ótta og vilja helst flýja frá þessum óþægindum. Við kennum þér að losna undan þessari vanlíðan og kennum þér að fá fulla yfirsýn yfir fjármálastöðuna og eflum þitt sjálfstraust í fjármálaskilningi og -hegðun.

  • Þú lærir fræðín leiðin til velgengni. Linkur á fræðin

  • Þú lærir hvað þarf að gera til að komast upp á næsta þrep í stiganum Leiðin til velgengni.

  • Þú lærir að fá yfirsýn yfir fjármálastöðu þína.

  • Þú lærir að fá yfirsýn yfir skuldastöðu og skuldavanda.

  • Þú lærir að ná betra jafnvægi í fjármálum.

  • Þú lærir meðal annars leiðir úr skuldavanda, vanskilaskrá og fleira.

  • Þú lærir að skoða neysluhegðun þína og sjá hve mikinn pening pú hefur milli handanna í neyslu hver mánaðarmót.

  • Þú lærir að finna sátt við þína neysluhegðun.

Námskeiðið

  • Námskeiðið er sniðið að fólki sem vill komast út úr fjármálavanda og/eða ná betra jafnvægi.
    Við vitum hve erfitt það er að vera í fjármálavanda og skiljum tilfinningarnar sem vakna í þeirri stöðu. Flestir fyllast kvíða, ótta og vilja helst flýja frá þessum óþægindum. Svo tökumst við kannski á við vandamálið í smá stund og náum ef til vill að greiða alla reikningana en leggjum fjármálin svo til hliðar og spáum helst sem minnst út í þau þar til næsta vanskilabréf berst.
     

  • Á námskeiðinu förum við yfir hugsanir okkar, hegðun og tilfinningar í tengslum við fjármál. Við skoðum hvernig vandinn verður til og hvaða áhrif fjármálavandi getur haft á líðan okkar og líf. Við fjármálavanda lendum við oft í óttatengdum hugsunum og flótta við að takast á við vandamálið. Kenndar eru lausnir og leiðir til að ná fram þeirri breytingu sem er nauðsynleg til að ná lengra og öðlast sjálfstraust í fjármálum og velgengni. 
     

  • Það er ekki nóg að ná jafnvægi heldur þurfum við að átta okkur á því að við höfum náð þeirri kunnáttu og yfirsýn sem nauðsyn er en þá þurfum við að losna við óttann sem hefur einkennt fjármálin okkar hingað til. Við kennum þér að losna út úr vítahringnum og jafnvel að eiga afgang í hverjum mánuði.
     

  • Námskeiðið er fimm vikur með nokkrum stuttum og hnitmiðuðum fyrirlestrum í viku hverri sem þú fylgir eftir með því að leysa verkefni í viku hverri.
     

  • Verð: 55.000 kr.

Skráning

Leiðin  til velgengni 

Leiðin til velgengni eru fræði um þroskaferil mannsins í fjármálum. Þar er þroskagöngunni skipt upp í sjö þroskastig. Á hverju þroskastigi er ríkjandi hugsun og hegðunin. Fjármálastaða  sem hefur myndast er í takti við þá hugsun, hegðun og líðan sem fylgir að vera á þeim stað.

Leiðin til velgengni lýsir hvaða, hugsun og hegðun er til staðar á hverju þrepi og hvernig fjármálavandinn á þeim stað lýtur út. Farið verður yfir hvað þarf að gera á hverju þrepi til að breyta og komast upp á næsta þroskastig.

Öllum er fært að þroskast á ná lengra í lífinu óháð menntun eða fyrri reynslu en það einnig hægt að festast árum saman á hverju þroskastigi. Markmiðið með þessum fræðum er að gefa skilning á hvernig hægt er að tileinka sér  eitthvað  nýtt til að halda áfram að vinna með þroska sinn í fjármálum og breyta fjármálastöðu sinni og líðan.

  

Nánar um fræðin Leiðin til velgengni https://ltv.is/leidin-til-velgengni/ 
 

bottom of page