Ráðgjafaskóli LTV
Nám í fjármálaráðgjöf út fá fræðum LTV
Að koma fjármálum í lag er mikilvægur þáttur í bataferli. Undanfarna áratugi hefur Leiðin til velgengni ehf sinnt þessum hluta endurhæfingar í mörgum ef ekki flestum endurhæfingarúrræðum landsins. Rannsóknir sýna að starfsaðferðir okkar skila árangri. Nú bjóðum við upp á nám í fjármálaráðgjöf og að læra og tileinka sér aðferðir okkar.
Námið er tvær annir og skiptist í þrjár lotur og hver lota er fimm vikur.
Að námi loknu eiga nemendur að geta kennt námskeiðið: “Úr skuldum í jafnvægi“ og veitt fjármálaráðgjöf fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum. Hvernig námskeiðið er kennt og hvernig ráðgjöf er veitt er byggt á hugmyndafræðinni Leiðin til velgengni.
Verð: 660.000 krónur.
Þrjár lotur og hver lota er fimm vikur.
Fyrsta lota
Nemendur sitja námskeiðið „Úr skuldum í jafnvægi“ og gera heimaverkefnin sem því fylgja. Farið er í ástæður þess að fjármálavandi myndast og hvað þarf til að leysa vandann svo varanlegur árangur náist. Nemendur tileinka sér vinnubrögðin og hugmyndafræðina með því að vinna með sín eigin fjármál.
Önnur lota
• Farið yfir hvernig maður veitir fjármálaráðgöf.
• Hvernig vandinn er uppgötvaður.
• Hvernig skal geina vanda.
• Hvernig er unnið að aðgerðaráætlun.
• Hvernig er forgangsraðað.
• Farið í hvernig fólki eru sett verkefni sem eru viðráðanleg og í takt við þeirra fjármálaþroska.
• Farið í úrlausnir á mismunandi tegundum skulda og musmunandi skuldastöðum.
Hvernig er leyst úr einstökum skuldum, t.d. skattaskuldum, námslánum, meðlagsskuldum, dómsektum, sakarkostnaði o. s. frv. Það eru mismunandi lausnir til og lærum að velja þá sem hentar í hvert sinn.
Hvaða lausnir eru til þegar horft er á heildarmynd fármálavandans. Gjaldþrot. Umboðsmaður skuldara, nauðasamningar o.s.frv.
Þriðja lota
Nemendur skrifa eigið námskeið og veitið fjármálaráðgjöf undir handleiðslu. Koma þekkingunni fyrir sem verkfæri í sínu starfi.
Kennarar
Garðar Björgvinsson og Katrín Ósk Garðarsdóttir
Skráning
Næsti hópur hefur nám 7. mars 2023 og er skráning hafin.
Skráning og nánari upplýsingar eru á https://ltv.is/