
Fjármál
Að sigrast á ótta tengdan fjármálum, að ná bata úr skuldaanda og öðlast styrk og sjálfstraust í fjármálum.
01.
Einkatími í fjármálum
Einkatímar í fjármálum er hægt að fá á staðnum eða í gegnum vefforritið Zoom.
Ég er með aðsetur hjá Samkennd heilsusetri, Tunguhálsi 19, 2. hæð, 110 Reykjavík.
Ef þú velur Zoom færðu hlekk sendan þegar þú hefur skráð þig.
Verð 18.000 krónur.
02.
Úr skuldum í jafnvægi - netnámskeið
Úr skuldum í jafnvægi er námskeið fyrir fólk vill komast út úr fjármálavanda eða fyrir þá sem eru óöruggir í fjármálum. Margir fyllast kvíða og ótta og vilja helst flýja frá þessum óþægindum. Unnið er með tilfinningar, sjálfstraust, að læra að vinna með fjármál sín, læra að hafa yfirsýn yfir fjármál ásamt því að læra og skoða leiðir úr skuldavanda. Kennd eru fræðin Leiðin til velgengni, sem er sjö þrepa þroskastigi. Þá skoðum við hugsun og hegðun tengda fjármálum og hvaða áhrif það hefur á fjármálastöðuna.
Námskeiðið er 5 vikna netnámskeið, einu sinni í viku opnast nýtt viðfangsefni, fyrirlestrar (upptökur) og verkefni því tengdu. Þú hefur vikuna til að klára verkefnin og hefur aðgang að þeim á meðan á námskeiðinu stendur.
Uppbygging námskeiðs:
-
Áhrif fjármálavanda á líf og líðan. Fræðsla að læra að lesa og greina fjármálavanda. Vanskilaskrá, skattur, meðlag, sektir, sakaksotnaður, innheimtufyrirtæki og fleira.
-
Leiðin til velgengni – skoðum hugsun, hegðun og líðan og hvaða áhrif það hefur á fjármálastöðu.
-
Leiðin til velgengni – skoðum hvað þarf að breytast í hugsun, hegðun og vinnuaðfeðum til að ná upp á næsta þroskaþrep.
-
Jafnvægi í fjármálum náð, unnið með jafnvægi, sjálfstraust í fjármálum, læra að fá yfirsýn og skipulag og hvatning til að fara lengra.
-
Skoðum hvað þarf að gera til að ná velgengni. Hugsun, hegðun og einkenni áhættu, ástríðu og velgengni eru skoðuð út frá þroskagöngunni Leiðin til velgengni.
Þetta og fleira er útskýrt nánar þegar þú hefur skráð þig á námskeiðið. Vona að þú njótir ferðalagsins. - Kata
Verð aðeins 24.900 krónur.