top of page

Hugleiðsla

Hugleiðsla eða mindfulness er að vera meðvitaður í líðandi stundu, án þess að dæma (skilgreining Jon Kabat Zinn).


Það þýðir ekki að ekki megi hugsa neitt, heldur að vera meðvitaður um það sem er til staðar hér og nú og þannig skoða hugsanir, tilfinningar og líðan í líkamanum á líðandi stundu – þar er ekki hægt að gera neitt rangt. Það er ekki heldur hægt að vera lélegur í að hugleiða. Ef hugurinn er órólegur og margar hugsanir á ferð og flugi, þá er það það sem maður tekur eftir og æfir sig í að sleppa taki og færa athyglina að andadrættinum. Taki maður eftir neikvæðum hugsunum eða óróleika, þá er það það sem maður uppgötvar og leyfir því að vera á þeirri stundu án þess að dæma það eða bregðast við.
 

Hugleiðsla getur verið að beina athyglinni aftur og aftur að andadrættinum, en einnig er hægt að nota  hugleiðsluaðferðir til að skoða og vinna með jákvæðar
eða neikvæðar upplifanir.


Ein grunnæfingin á námskeiðinu er bodyscan, þar sem þú er leidd/leiddur í gengum að finna fyrir öllum líkamanum. Á þann hátt lærir þú að vera til staðar og að tengjast líkamanum og taka eftir og vera meðvitaður um (skoða) hvernig þú hefur það.

bottom of page