
Áramóta-retreat
Draumar, yoga og mindfulness
2. - 4. janúar 2024
Áramótareatreat er endurnærandi, sjálfseflandi námskeið. Farið verður yfir liðið ár og þar sem hver og einn skoðar hvað gekk vel og hvað mátti betur fara ásamt fleiru. Sett stefna fyrir komandi ár og skerpt á draumum og þeir settir í farveg. Horft verður inn í komandi ár og skrifaðir draumar og sett skýr stefna fyrir árið sem er að koma. Unnið verður með draumavinnuna eftir ákveðnum leiðum í gegnum fyrirlestra, hugleiðslur, draumaverkefni og draumaspjöld. Boðið verður upp á jóga, núvitund.
Um okkur
Katrín Ósk Garðarsdóttir kennir draumahlutann í gegnum fyrirlestra og verkefnavinnu og leiðir hugleiðslur.
-
Katrín er kennari að mennt og er að ljúka framhaldsmenntun í mindfulness frá Háskólanum í Árósum. Hún er höfundur og kennari námskeiðsins Draumar og drekar. Og hefur árum saman unnið við að aðstoða fólk úr fjármálavanda og kennt námskeiðið úr skuldum í jafnvægi. Draumarogdrekar.is.
Íris Másdóttir mun leiða jóga og hugleiðslu á morgnana. Kennd verður hugleiðsla og jóga til að auka sjálfstraust, minnka streitu og auka gleði og vellíðan. Einnig verður unnið að því að styrkja jákvæðni og gleði með afrískum dansi.
-
Íris er grunnskóla- og jógakennari að mennt. Hún hefur lokið 200 klukkustunda námskeiði í kundalini jóga og 200 tímum frá YogaWorks sem er byggt á flæði Asthanga. Hún er starfandi jóga- og hugleiðslukennari.

Skráning
Skráning er ekki hafin. Skráðu þig á póstlista til að fá fréttir.