Öll námskeið
Hér má sjá öll námskeið sem ég kenni ýmist ein eða með öðrum
Draumar og drekar
Á námskeiðinu vinnur þú með óttann innra
með þér, sem á námskeiðinu eru kallaðir drekar. Hafi drekarnir yfirhöndina hafa þeir hamlandi áhrif á líf þitt og líðan. Þú munt taka drekapróf og kynnast þínum persónulegu drekum.
Núvitund og heilsa
Núvitund og heilsa / MBSR er 8 vikna námskeið þar sem öflug þjálfun í mindfulness er notuð til að bæta heilsu, lífsgæði og lífsgleði hjá heilbrigðum og veikum einstaklingum, ásamt því að fyrirbyggja og draga úr einkennum streitu, þunglyndis og kvíða.
Áramóta-retreat
Áramótareatreat er endurnærandi, sjálfseflandi námskeið. Farið verður yfir liðið ár og þar sem hver og einn skoðar hvað gekk vel og hvað mátti betur fara ásamt fleiru. Sett stefna fyrir komandi ár og skerpt á draumum og þeir settir í farveg.
Fjármál
Hægt er að velja nokkrar leiðir í fjármálaþjálfun. Námskeiðin eru kennd með fyrirtækinu Leiðin til velgengni. Hægt er að koma í einkatíma, einkaþjálfun, velja námskeiðin Úr skuldum í jafnvægi eða fara í Ráðgjafaskóla LTV.